
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið
Fjármála- og áhættustýringarsvið (FAS) hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Sviðið hefur snertifleti við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald.

Mannauðssérfræðingur á fjármála- og áhættustýringarsviði
Ertu drífandi og með brennandi áhuga á mannauðsmálum?
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar eftir öflugum mannauðssérfræðingi í tímabundið starf til 30. september 2026. Í boði eru spennandi starf og tækifæri til að leggja sitt af mörkum á stærsta vinnustað landsins þar sem fagmennska og aðhald skipta máli. Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði mannauðs- og fræðslumála. Leitað er að einstaklingum sem búa yfir mikilli samskiptahæfni, sýna frumkvæði og hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð.
Starfið er á skrifstofu sviðsstjóra en skrifstofan leiðir stefnumótandi áherslur sviðsins og verkefni þvert á skrifstofur. Skrifstofan hefur aðsetur að Borgartúni 12-14.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í skipulagi og innleiðingu á áherslum á sviði mannauðs- og fræðslumála í samræmi við mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar
- Ráðgjöf og stuðningur til stjórnenda varðandi kjaramál og vinnurétt
- Eftirfylgni með verklagsreglum og verkferlum í mannauðsmálum
- Þátttaka, ráðgjöf og stuðningur til stjórnenda í ráðningum
- Stuðningur við stjórnendur og starfsfólk vegna annarra starfsmannamála
- Þátttaka í starfshópum þvert á svið Reykjavíkurborgar
- Þátttaka í sértækum mannauðsverkefnum sem til falla
- Önnur verkefni sem starfsmanni er falið að leysa af yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráðu sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála æskileg
- Þekkingu og reynslu af mannauðs- og fræðslumálum
- Skipulagshæfni, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynslu af vinnu við breytingar í vinnuumhverfi starfsmanna æskileg
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi
- Góða íslenskukunnáttu C1 og enskukunnáttu B2 skv. evrópskum tungumálaramma
- Þekkingu á opinberri stjórnsýslu (kostur)
Auglýsing birt23. september 2025
Umsóknarfrestur8. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar