

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara og móttaka í Sjúkraþjálfun á Hringbraut
Vilt þú verða hluti af góðri liðsheild í Sjúkraþjálfun á Landspítala við Hringbraut? Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felur í sér bæði aðstoð við þjálfun sjúklinga í sjúkraþjálfun og ýmis ritarastörf tengd daglegum rekstri í móttöku. Starfið er unnið í nánu samstarfi við annan aðstoðarmann og sjúkraþjálfara á deildinni. Starfshlutfall er 80-90% og unnið er í dagvinnu.
Í sjúkraþjálfun á Hringbraut starfar samhentur hópur og ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Á deildinni starfa um 20 starfsmenn sem sinna fjölbreyttri endurhæfingu m.a. sjúklingum með hjartasjúkdóma, krabbamein, eftir skurðaðgerðir auk almennri endurhæfingu eftir veikindi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið með því er að stuðla að betri heilsu og auka möguleika starfsfólks til að samþætta betur vinnu og einkalíf með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika.


























































