Rafal ehf.
Rafal ehf.
Rafal ehf.

Deildarstjóri háspennuinnviða

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum leiðtoga í starf deildarstjóra háspennuinnviða.

Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptafærni og vilja til að stuðla að góðri þjónustu.

Deildin þjónustar virkjanir, flutningskerfið og dreifiveitur. Nýframkvæmdir, viðhald, endurbætur og bilanir og neyðaraðstoð. Viðskiptavinir eru orkufyrirtæki og flutnings og dreifiveitur. Í deildinni starfa rúmlega þrjátíu manns, sérfræðingar í háspenntum búnaði og vinnu við hann. Mikill vöxtur er í orkugeiranum og tækifæri til að efla deildina enn frekar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Öflug öryggisvitund og tryggir að verkefni séu unnin skv. gæða- og öryggismarkmiðum
  • Dagleg stýring og mannauðsmál með áherslu á valdeflingu og vöxt starfsfólks
  • Ábyrgð á rekstri einingar, áætlanagerð og eftirfylgni áætlana
  • Verkefnaöflun og tryggja góð samskipti við viðskiptavini
  • Þróun ferla og umbóta deildar
  • Þátttaka í þróun starfsemi Rafal í samræmi við þarfir og stefnu Rafal
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. menntun á sviði rafmagns væri mikill kostur
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og verkefnastjórnun
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri
  • Sjálfstæði í starfi og leiðtogahæfni
  • Sýnir fagmennsku og siðferðisvitund við allar aðstæður
  • Færni til að koma frá sér efni á rituðu og töluðu máli
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegisverður
  • Íþróttastyrkur
  • Árlegar heilsufarsmælingar
Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur24. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hringhella 9, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar