Norðurál
Norðurál
Norðurál

Rafvirkjar og vélvirkjar

Norðurál leitar að áreiðanlegum rafvirkjum og vélvirkjum til starfa í vaktavinnu. Unnið er á 8 tíma vöktum, dag-, kvöld- og næturvöktum (fimm daga vinna/fimm daga frí). Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.

Starfið heyrir undir tæknisvið fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

•        Fyrirbyggjandi viðhald á framleiðslubúnaði

•        Bilanagreining

•        Endurnýjun og endurbætur á tæknibúnaði

Menntunar- og hæfniskröfur

•        Sveinspróf í raf- eða vélvirkjun

•        2ja ára starfsreynsla sem raf- eða vélvirki er skilyrði

•        Fagleg, öguð og nákvæm vinnubrögð

•        Frumkvæði og sjálfstæði

•        Sterk öryggisvitund

•        Lipurð í mannlegum samskiptum

•        Góð íslenskukunnátta og almenn tölvunotkun

Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur22. október 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.Vélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar