
Pósturinn
Pósturinn er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dreifingalausnum en dreifikerfi Póstsins nær um allt land og allan heim. Höfuðstöðvar Póstsins eru í Reykjavík en fyrirtækið starfrækir starfsstöðvar víðsvegar um landið til að þjónusta Íslendinga sem allra best.
Við hjá Póstinum erum lausnamiðað keppnisfólk og tökum fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum hvað varðar öflugar og hraðar dreifingalausnir sem standast kröfur viðskiptavinarins.
Hjá okkur er lagt mikið uppúr liðsheild, þjálfun mannauðs og góðum starfsanda.

Stafrænn vörustjóri - upplýsingatækni
Pósturinn leitar að öflugum einstaklingi í starf stafræns vörustjóra í upplýsingatækni. Starfsmaðurinn er ábyrgur fyrir þróun og árangri á innri UT kerfum sem styðja við rekstur fyrirtækisins. Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra upplýsingatækni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á árangri innri UT kerfa
- Uppsetning á ferlum tengdum UT kerfum
- Forgreining á þróunarverkefnum
- Forgangsröðun verkefna er varða UT kerfi
- Setur upp og viðheldur mælikvörðum á innri kerfum
- Upplýsingagjöf til hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Reynsla af gæðastjórnun/ferlastjórnun
- Reynsla af notkun á Jira og Confluence er kostur
- Áhugi og þekking á hugbúnaðarþróun
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og sjálfstæði
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHönnun ferlaInnleiðing ferlaJiraSjálfstæð vinnubrögðVerkefnastjórnunVerkefnastjórnun í upplýsingatækni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær

Tæknirekstrarstjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum
Orkuveitan

Verkefnastjóri – Fiskeldi
Linde Gas

Þjónustustjóri Akureyrarflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Hugbúnaðarsérfræðingur
Retric ehf.

Transformation Manager
Icelandair

Verkefnastjóri
Veitur

Deildarstjóri háspennuinnviða
Rafal ehf.

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf