
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu. Sviðið skipuleggur hátíðir í borginni og styður við fjölmarga viðburði og hátíðir sem lífga upp á lífið í borginni allt árið um kring.
Um sviðið
Menningar og íþróttasvið heldur utan um rekstur borgarsafnanna; Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns sem og rekstur sundlauga borgarinnar, íþróttamannvirkja, hjólabrettagarða og gervigrasvalla.
Skrifstofa sviðsins heldur utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirra fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnin eru á sviðinu. Á sviðinu er víðtækt samstarf við hagsmunaaðila í lista-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Sviðið styður við barnamenningu með fjölbreyttum hætti og styrkir þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi með Frístundakortinu.
Umsýsla vegna funda menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er á ábyrgð sviðsins sem og ábyrgð á að ákvarðanir ráðsins komi til framkvæmda.

Verkefnastjóri Sjóminjasafns Reykjavíkur og Viðeyjar
Borgarsögusafn óskar eftir að ráða verkefnastjóra Sjóminjasafns Reykjavíkur og Viðeyjar.
Borgarsögusafn samanstendur af sýningarstöðunum Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.
Um er að ræða 100% starf þar sem vinnutími er 8:00 – 15:12 ásamt viðveru á öðrum tímum í takt við verkefni og viðburði safnanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirfylgni við daglegan rekstur safnanna
- Umsjón og eftirlit með eignum Reykjavíkurborgar í Viðey
- Mönnun og þjálfun framlínustarfsfólks
- Umsjón og ábyrgð á daglegum uppgjörum
- Verkstýring leiðsagna
- Bókun og móttaka hópa ásamt umsjón með og skipulagning viðburða
- Ber ábyrgð á að rekstur sé innan fjárhagsáætlunar safnsins
- Samstarf við ýmsa aðila innan safns og utan m.a. vegna Viðeyjar og varðskipsins Óðins sem er hluti af safnkosti Sjóminjasafnsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking eða reynsla úr sjávarútvegi, landbúnaðar- eða iðnaðarstörfum er kostur
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, þriðja tungumál er kostur
- Reynsla af mannaforráðum og verkstjórn
- Reynsla af rekstrarlegri/fjárhagslegri ábyrgð
- Þekking á opinberum rekstri er kostur
- Rík þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Stundvísi, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Menningarkort
- 36 stunda vinnuvika
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Grandagarður 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Opinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðStarfsmannahaldStundvísiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tæknirekstrarstjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær

Stafrænn vörustjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Verkefnastjóri – Fiskeldi
Linde Gas

Þjónustustjóri Akureyrarflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Transformation Manager
Icelandair

Verkefnastjóri
Veitur

Deildarstjóri háspennuinnviða
Rafal ehf.

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf

Verkefnastjóri í umhverfismálum
Landspítali

Project Electrical Engineer - Iceland
Verne Global ehf

Project Mechanical Engineer - Iceland
Verne Global ehf