

Hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild HVE Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á slysa- og göngudeildina á Akranesi í vaktavinnu
Um er að ræða 60-100% stöðu. Unnið er á morgun og kvöldvöktum. Staðan eru laus frá 1. mars 2025
Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
Á HVE slysa- og göngudeild er góður starfsandi ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Spennandi tímar framundan á Slysa- og göngudeild HVE Akranesi
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni t.d. móttaka slasaðra og bráðveikra, lyfjagjafir, maga- ristil- og blöðruspeglanir.
Ber ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma hjúkrun skjólstæðinga á faglegum forsendum, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og stefnu HVE. Vinnur undir stjórn deildarstjóra og ber faglega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á störfum sínum skv. Siðareglum hjúkrunarfræðinga. Ber ábyrgð á að framfylgja reglum um hreinlæti og smitgát á stofnuninni. Sýnir faglegan metnað og færni og leitast við að viðhalda þekkingu sinni og stuðlar að framþróun í hjúkrun. Þekkir og vinnur eftir Lögum um heilbrigðisstarfsmenn 34/2012.
Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu allra starfshópa þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi.
-
Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun.
-
Starfsleyfi landlæknis.
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Frumkvæði, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf.
-
Góð íslenskukunnátta















































