Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á barna- og unglingageðdeild
Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á dag/legudeild barna- og unglingageðdeildar. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á stjórnun, fjölskyldu- og geðhjúkrun og gæða- og umbótastarfi.
Barna- og unglingageðdeild samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, dag/legudeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi. Á barna- og unglingageðdeild starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi.
Aðstoðardeildarstjóri vinnur náið í teymi með hjúkrunardeildarstjóra og stjórnendateymi barna- og unglingageðdeildar.
Starfið er laust frá 1. maí 2025 eða eftir samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
Framhaldsmenntun í hjúkrun og/eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
Leiðtogahæfni
Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
Faglegur metnaður, frumkvæði og geta til að leiða umbótastarf
Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Frumkvæði og sjálfstæði
Góð tölvukunnátta
Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
Hreint sakavottorð
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
Ber ábyrgð á mönnun og rekstri í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
Er leiðandi í öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem styður við réttindi sjúklinga, bætta þjónustu og framþróun í hjúkrun
Starfar í anda þess að starfsemin byggir á þverfaglegri samvinnu og liðsheild
Stuðlar að stöðugu og jákvæðu starfsumhverfi
Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur aðstoðardeildarstjóra samkvæmt verkefnalýsingu