

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðaöldrunarlækningadeild Fossvogi
Leitum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á hjúkrun aldraðra, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Í boði er spennandi og krefjandi starf og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.
Bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi er 20 rúma deild sem tilheyrir bráða-, lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu. Deildin er eina sérhæfða bráðaöldrunarlækningadeildin á landinu. Meginviðfangsefni deildarinnar er greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum og koma flestir sjúklingar beint frá bráðamóttöku. Sjúklingarnir eru oft með margar sjúkdómsgreiningar og mörg virk vandamál. Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.






























































