Hjúkrunarheimilið Fellsendi
Hjúkrunarheimilið Fellsendi
Hjúkrunarheimilið Fellsendi

Hjúkrunarforstjóri - Hjúkrunarheimilið Fellsendi

Hjúkrunarheimilið Fellsendi leitar að öflugum og reynslumiklum einstaklingi til að taka að sér starf hjúkrunarforstjóra til að efla og stýra starfinu á heimilinu.

Um er að ræða áhrifamikið og fjölbreytt starf í frábæru umhverfi sem gefur mikla möguleika á mótun og þróun þjónustunnar.

Ef þú ert metnaðarfull/-ur með leiðtogahæfileika og ástríðu fyrir faglegu starfi og umbótum í heilbrigðisþjónustu þá er þetta tækifæri fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með rekstri hjúkrunarheimilisins og faglegri þróun á staðnum
  • Stjórnun og skipulagning þeirrar þjónustu sem veitt er á heimilinu í samræmi við stefnu og gildi stofnunarinnar
  • Leiðsögn, fræðsla og stuðningur við starfsmenn
  • Gæðastjórnun og eftirfylgni með verklagsreglum
  • Samvinna við stjórn hjúkrunarheimilisins og stjórn minningarsjóðs sem er bakhjarl stofnunarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi og viðeigandi háskólamenntun
  • Reynsla af stjórnunarstörfum í heilbrigðisþjónustu og/eða af mannauðsstjórnun er æskileg
  • Reynsla af RAI mælitækinu er kostur
  • Þekking og/eða reynsla á sviði geðhjúkrunar er kostur
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og stefnumótandi hugsun
  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að leiða teymi
  • Þekking á gæðastjórnun og umbótavinnu
Nánari upplýsingar veitir

Þórður Ingólfsson, formaður framkvæmdarstjórnar Fellsenda
Netfang: [email protected]
Sími: 893-1125

Fellsendi á húsnæði í Búðardal og stendur það til boða fyrir starfandi hjúkrunarforstjóra hverju sinni.

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2025. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Frekari upplýsingar um starfsemi heimilisins má finna á vefnum fellsendi.is

Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur24. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fellsendaland lóð 1 198607, 371 Búðardalur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar