

Verkefnafulltrúi í skaðaminnkandi verkefnum - Sumarstarf
Verkefnafulltrúi í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins (Sumarstarf – Fullt starf)
Viltu vinna mikilvægt og gefandi starf í sumar?
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu leitar að duglegum og samviskusömum einstaklingi í fullt starf yfir sumarið sem verkefnafulltrúi í skaðaminnkandi verkefnum Frú Ragnheiðar og Ylju.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill afla sér dýrmætrar reynslu í vettvangsvinnu og samfélagslegum úrræðum sem stuðla að bættri heilsu og öryggi þeirra sem nota vímuefni.
Hvað eru skaðaminnkandi verkefni?
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu rekur tvö skaðaminnkandi úrræði sem miða að því að draga úr skaða tengdum vímuefnanotkun, veita sálfélagslegan stuðning og bæta lífsgæði fólks sem notar vímuefni:
✔️ Frú Ragnheiður – hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er sérútbúinn bíll sem veitir heilbrigðis- og sálfélagslega aðstoð til jaðarsettra einstaklinga á vettvangi.
✔️ Ylja – fyrsta neyslurými Íslands – lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta notað vímefni í æð eða reykt ópíóíða og/eða örvandi efni undir eftirliti sérhæfðs starfsfólks og með fyllstu hreinlætis-, öryggis- og sýkingavörnum. Neyslurými eru starfrækt víða um heim og hafa mikinn samfélagslegan ávinning, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið í heild.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stuðningur við daglega starfsemi Frú Ragnheiðar og Ylju
- Stuðningur og eftirfylgd við sjálfboðaliða og aðstoð við skipulag vakta fyrir sjálfboðaliða
- Samskipti og sálfélagslegur stuðningur við þjónustuþega
- Skráning og greining gagna fyrir mælikvarða og skýrslugerð
- Þátttaka í fræðslu, kynningum og nýliðaþjálfun
- Beita hugmyndafræði skaðaminnkunar í allri vinnu og þjónustu við þjónustuþega
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur og eiginleikar sem við leitum að:
- Menntun sem nýtist í starfi (t.d. félagsvísindi, félagsráðgjöf, geðheilbrigði) er kostur
- Þekking eða reynsla af skaðaminnkun, félagslegum úrræðum eða heilbrigðisþjónustu er kostur
- Góð samskiptahæfni, jákvætt hugarfar og frumkvæði
- Skipulagshæfni og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál eru kostur
Hvað býður Rauði krossinn upp á?
💪 Hreyfimínútur – Því vellíðan skiptir máli
🚴 Samgöngustyrkur – Stuðningur við vistvænar samgöngur
🏋️ Líkamsræktarstyrkur – Heilsueflandi stuðningur
📅 Umsóknarfrestur: 16. mars 2025
📍 Starfið hefst í maí og er í fullu starfi yfir sumarið
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Alfreð – við förum yfir umsóknir jafnóðum og þær berast.
📩 Nánari upplýsingar:
Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri
✉️ [email protected]













