Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ertu ritfær, hugmyndaríkur og nýjungagjarn einstaklingur?

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að starfskrafti í stöðu verkefnastjóra miðlunar. Í starfinu felst miðlun af fjölbreyttu tagi, hvort tveggja til íbúa Reykjavíkurborgar og starfsfólks velferðarsviðs sem eru um 3.500 talsins.

Góð íslenskukunnátta og uppsetning texta er nauðsynleg og reynsla af grafískri miðlun, ljósmyndun, myndbandagerð og hagnýtingu samfélagsmiðla er kostur, ásamt sjálfstæði í vinnubrögðum og getu til að koma auga á ný tækifæri til miðlunar. Gott er að umsækjandi kunni að taka tölulegar upplýsingar saman og setja þær fram á skýran, læsilegan og áhugaverðan hátt.

Um fullt starf er að ræða og heyrir starfið undir skrifstofu stjórnsýslu.

Skrifstofa velferðarsviðs er Regnbogavottaður vinnustaður. Í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og velferðarstefnu er fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn hvatt til að sækja um starfið.

Velferðarsvið kallar eftir sakavottorðum í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á og heldur utan um allt efni um þjónustu og starfsemi velferðarsviðs á reykjavik.is, innri vef og innri samskiptamiðlum
  • Ber ábyrgð á, aðstoðar við og hefur eftirlit með útgáfu á kynningarefni sviðsins og veitir ráðgjöf í þeim efnum
  • Kemur að kynningar- og upplýsingamálum í samvinnu við upplýsingafulltrúa
  • Umsjón og skipulag viðburða á vegum velferðarsviðs
  • Gegnir samhæfingarhlutverki vegna komu erlendra gesta sem óska eftir kynningum frá velferðarsviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi þjónustulund, sveigjanleiki og samskiptafærni
  • Reynsla af uppsetningu og framsetningu texta og myndræns efnis
  • Reynsla af skrifstofustarfi og störfum í opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Reynsla af ljósmyndun, myndvinnslu, myndbandagerð og/eða myndrænni framsetningu efnis er mikill kostur
  • Íslenskukunnátta C1 og enskukunnátta B2
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi
Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LjósmyndunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MyndbandagerðPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar