Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsráðgjafi

Suðurmiðstöð leitar að öflugum félagsráðgjafa til starfa í deild virkni og ráðgjafar. Um er að ræða ótímabundna ráðningu í 100% starf og er staðan laus frá og með 1.febrúar 2025.

Starfið krefst þekkingar á almennri félags- og velferðarþjónustu og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi og snýr að þjónustu við borgarbúa á öllum aldri sem unnin er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita félagslega ráðgjöf til einstaklinga m.a. vegna félagslegrar aðstæðna, veikinda, virkni, húsnæðismála, óvinnufærni, atvinnuleysis og vímuefnamála.
  • Greining á þjónustuþörf og ráðgjöf m.a. varðandi fjárhagsaðstoð, húsnæðismál og þeirrar þjónustu og stuðningsúrræða sem eru í boði bæði hjá Reykjavíkurborg og hjá öðrum.
  • Sinna verkefnum sem taka til almennrar félags- og velferðarþjónustu og þróunar á þjónustu.
  • Taka þátt í þverfaglegu samstarfi innan og utan velferðarsviðs.
  • Starfa í samræmi við lög, reglur og stefnu Reykjavíkurborgar.
  • Önnur tilfallandi störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
  • Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála með einstaklingum t.a.m. af erlendum uppruna er kostur.
  • Þekking og reynsla á sviði velferðarþjónustu er kostur.
  • Frumkvæðni, nákvæmni og sjálfstæði í starfi.
  • Áhugi á þverfaglegu samstarfi.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugafar og vilji til að taka þátt í þróunarstarfi.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð íslenslukunnátta (C1 samkv. samevrópskum tungumálaramma).
  • Enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta æskileg.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi

Suðurmiðstöð býður upp á:

  • Fjölskylduvænan vinnustað.
  • Góðan starfsanda.
  • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki.
  • Sveigjanlegan vinnutíma og 36 stunda vinnuviku.
  • ÍTR kort eftir mánuð í starfi sem veitir m.a. ókeypis aðgang í sundlaugar Reykjavíkur.
  • Menningakort Reykjavíkurborgar.
  • Heilsuræktarstyrk.
  • Möguleiki á samgöngustyrk.
Auglýsing birt23. desember 2024
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Álfabakki 10, 109 Reykjavík
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar