Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði Endurhæfingarteymi

Endurhæfingarteymi í Austurmiðstöð leitar af öflugum sjúkraliðum til starfa.

Heimaþjónusta Reykjavíkur auglýsir eftir sjúkraliða í þverfaglegt teymi sem veitir endurhæfingu í heimahúsi. Vinnutíminn er á dagvinnutíma alla virka daga, teymið er staðsett í Austurmiðstöð, Hraunbæ 119.

Reykjavíkurborg veitir samþætta heimaþjónustu sem samanstendur af félagslegum heimastuðning og heimahjúkrun og nú einnig endurhæfingu í heimahúsi. Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Þjónustan er tímabundin og ætluð þeim sem eru að kljást við færniskerðingu og þurfa heimaþjónustu.

Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara/íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliðum. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og efla félagslega þátttöku í samfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliði ber ábyrgð á því að veita persónumiðaða aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimili notandans, ráðgjöf, stuðning og framfylgir meðferðáætlun í samvinnu við aðrar fagstéttir teymisins.

Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi.
  • Sérmenntun kostur
  • Skipulagshæfni og faglegur metnaður.
  • Góð tölvufærni og heiðarleiki í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs og teymisvinnu.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta á bilinu B1-B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt23. desember 2024
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hraunbær 119, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar