Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skrifstofustjóri ráðgjafaþjónustu

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum stjórnanda til að stýra og bera faglega ábyrgð á ráðgjafaþjónustu sviðsins. Velferðarsvið veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Reykjavíkurborgar. Undir sviðið heyra 120 starfsstaðir, þar af 77 sem veita sólarhringsþjónustu. Skrifstofustjóri ráðgjafaþjónustu situr í framkvæmdastjórn velferðarsviðs og heyrir starfið undir sviðsstjóra.

Umsækjendur verða metnir út frá grunnkröfum varðandi menntun, hæfni og reynslu. Umsækjendur eru beðnir um að sýna fram á í kynningarbréfi og ferilskrá hvernig þeir uppfylla hverja hæfniskröfu. Þeir umsækjendur sem uppfylla best allar hæfniskröfur og sýna fram á það með skýrum hætti í umsókn sinni verða boðaðir í viðtal.

Í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og velferðarstefnu er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.

Velferðarsvið kallar eftir sakavottorðum í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forysta og fagleg ábyrgð á ráðgjafaþjónustu sviðsins, málefnum barna og fjölskyldna og virkni og ráðgjafar
  • Ber ábyrgð á stefnumótun, heildstæðri þróun, samhæfingu, frumkvæði og nýbreytni í þjónustunni ásamt virku eftirliti með framkvæmd og gæðum í þjónustunni
  • Ber ábyrgð á innleiðingu laga um farsæld barna og þjónustu við börn og fjölskyldur í þéttu samstarfi við skóla og frístundasvið borgarinnar, hagsmunaaðila og aðra sem koma að þjónustunni
  • Ábyrgð á rekstri, skipulagi, áætlanagerð og mannauðsmálum skrifstofu ráðgjafaþjónustu og þeim starfseiningum sem undir hana heyra
  • Ábyrgð, eftirfylgd og samvinna vegna þjónustusamninga framkvæmdaraðila og samstarfssamninga við félaga- og hagsmunasamtök
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskóla- og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
  • Leiðtogahæfileikar, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
  • Yfirgripsmikil þekking af velferðarþjónustu sveitarfélaga
  • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og uppbyggingu liðsheildar, stjórnun krefjandi verkefna og umbótavinnu
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
  • Hæfni og reynsla í miðlun upplýsinga
  • Íslenskukunnátta C1 og enskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur13. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar