Skrifstofustjóri
Fossvogsskóli auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri ber ábyrgð á rekstri skrifstofu skólans, almennu skrifstofuhaldi og starfsmannahaldi í samvinnu við skólastjórnendur.
Fossvogsskóli er hverfisskóli staðsettur í Fossvogsdalnum þar sem eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í ein fallegustu útivistarsvæði borgarinnar; Elliðaárdalinn og Nauthólsvíkina. Nemendafjöldi er um 350 í 1. – 7. bekk og starfsmenn eru rúmlega 50.
Fossvogsskóli hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Hann er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og verkefni um Heilsueflandi grunnskóla og vinnustaðar. Í skólanum er unnið með læsi á fjölbreyttan máta og byggt er á teymiskennslu og samvinnu kennara. Fossvogsskóli vinnur í anda Uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir hennar endurspegli það margbreytilega samfélag sem hún er.
Umsækjendur eru beðnir um að sýna fram á í kynningarbréfi og ferilskrá hvernig þeir uppfylla hverja hæfniskröfu. Þeir umsækjendur sem uppfylla best allar hæfniskröfur og sýna fram á það með skýrum hætti í umsókn sinni verða boðaðir í viðtal.
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, „Látum draumana rætast“, þar sem leiðarljósin eru sköpun, jafnrétti, virkni, heilsuefling og þátttaka barna í skólastarfinu, aukið samstarf og fagmennska. Einnig er unnið eftir stefnumótun verkefnisins „Betri borg fyrir börn“ og innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Jafnframt er krafist hreins sakavottorðs í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir María Helen Eiðsdóttir, skólastjóri í síma 411-7570 og tölvupósti maria.helen.eidsdottir@rvkskolar.is
- Sjá um gerð rekstaráætlana í samvinnu við skólastjórnendur.
- Umsjón með stærri innkaupum rekstarvara til skólans og innkaupum námsbóka.
- Umsjón með gerð ráðningarsamninga og vinnuskýrslna.
- Umsjón með skráningu forfalla og skipulag forfallakennslu í samráði við skólastjórnendur.
- Annast skjalavörslu, s.s. skráningu og skipulag og bréfaskriftir fyrir skólastjórnendur.
- Annast nemendabókhald skólans, s.s. útprentun einkunna og fjarvistaskráa og hefur umsjón með vinnu tengdri Mentor upplýsingakerfinu.
- Vinnur að úrvinnslu trúnaðarmála með skólastjórnendum.
- Umsjón með skýrslum og greinagerðum um ýmsa þætti skólastarfsins til fræðsluyfirvalda.
- Umsjón með skrifstofubúnaði og aðstoð við starfsfólk við notkun hans.
- Sitja fundi stjórnenda og starfsmannafundi eftir því sem við á samkvæmt skipulagi skólans.
- Önnur þau verkefni sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.
- Ábyrgð á að varðveisla og umhirða gagna sem kunna að innihalda persónuupplýsingar uppfylli skilyrði persónuverndarlaga.
- Ábyrgð á samþykkt reikninga í Agresso.
- Skráning upplýsingar í Mentor.
- Eftirlit með launaskilum og skilum á gögnum til launadeildar t.d. ráðningarsamningar, breytingarsamningar og önnur gögn vegna ráðninga.
- Ábyrgð varðandi tilkyunningar vinnuslysa.
- Stúdentspróf.
- Viðbótarnám, t.d. bókhalds- og skrifstofunám æskilegt.
- Reynsla af skrifstofustörfum.
- Reynsla af bókhalds- og launakerfum.
- Reynsla af starfi með börnum æskileg.
- Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í teymi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð greiningarhæfni og námkvæmt vinnubrögð.
- Góð tölvukunnátta s.s. exel, word, bókhalds- og launakerfi.