Fossvogsskóli
Fossvogsskóli
Fossvogsskóli

Deildarstjóri fagstarfs

Við leitum að framsæknum einstaklingi sem hefur færni til að leiða faglegt starf skólans í öflugu stjórnendateymi. Deildarstjóri fagstarfs gegnir mikilvægu hlutverki við að móta góðan skólabrag og samstarfsvettvang skóla og samfélags. Deildarstjóri tekur þátt í mótun framtíðarstefnu skólans í samræmi við aðalnámskrá, menntastefnu Reykjavíkurborgar og hugmyndafræði skólans.

Fossvogsskóli er hverfisskóli staðsettur í Fossvogsdalnum þar sem eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í ein fallegustu útivistarsvæði borgarinnar; Elliðaárdalinn og Nauthólsvíkina. Nemendafjöldi er um 350 í 1. – 7. bekk og starfsmenn eru rúmlega 50.

Fossvogsskóli hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Hann er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og verkefni um Heilsueflandi grunnskóla og vinnustaðar. Í skólanum er unnið með læsi á fjölbreyttan máta og byggt er á teymiskennslu og samvinnu kennara. Fossvogsskóli vinnur í anda Uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir hennar endurspegli það margbreytilega samfélag sem hún er.

Umsækjendur eru beðnir um að sýna fram á í kynningarbréfi og ferilskrá hvernig þeir uppfylla hverja hæfniskröfu. Þeir umsækjendur sem uppfylla best allar hæfniskröfur og sýna fram á það með skýrum hætti í umsókn sinni verða boðaðir í viðtal.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Skólastjórafélags Íslands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Helen Eiðsdóttir, skólastjóri í síma 411-7570 og tölvupósti maria.helen.eidsdottir@rvkskolar.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast utanumhald um nám, skimanir og kennslu í samstarfi við umsjónarkennara, deildarstjóra stoðþjónustu, skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. 
  • Vinna náið með stoðþjónustuteymi skólans að heill og farsæld nemenda.
  • Vinna að samfellu í námi á milli yngsta stigs og miðstigs grunnskólans í samstarfi við deildarstjóra stoðþjónustu, skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.
  • Vinna að þróun og mótun skólastarfs ásamt stjórnendateymi og samstarfsfólki.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra, umsjónarkennara, skólastjórnendur og annað fagfólk.
  • Vera teymisstjóri varðandi stefnu skólans.
  • Starfa samkvæmt stefnu skólans og vera hluti af teymum með samstarfsfólki.
  • Annast utanumhald og leiðsögn meðal nýliða í kennarastarfi og kennaranema.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla.
  • Menntun á sviði stjórnunar og starfstengdrar leiðsagnar æskileg.
  • Reynsla á sviði stjórnunar og faglegrar forystu í menntastofnun.
  • Afbragðs færni í samskiptum við nemendur, foreldra og samstarfsfólk.
  • Frumkvæði, leiðtogahæfni og góðir skipulagshæfileikar.
  • Sveigjanleiki í samskiptum, samstarfi og faglegu starfi.
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa með börnum.
Auglýsing birt1. janúar 2025
Umsóknarfrestur16. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Haðaland 26, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar