Expert
Þann 1. janúar 2024 sameinuðust fyritækin Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import undir einni kennitölu. Hið sameinaða félag heitir Fastus ehf. en skiptist í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Af þessu tilefni hefur farið fram gagnger endurskoðun á útliti fyrirtækjanna og heildarásýnd.
Fastus ehf er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum fyrir hágæða vörum, tækjum og búnaði.
Markmið okkar hefur frá upphafi verið að byggja upp lifandi fyrirtæki sem skarar fram úr á krefjandi markaði og vera fyrsti valkostur viðskiptavina, birgja og annarra samstarfsaðila. Forsenda þess er þekking, reynsla og metnaður starfsfólks sem nýtur þess að ná árangri og vaxa með hverju verki.
Nánari upplýsingar á www.fastus.is
Deildarstjóri tæknideildar
Fastus Expert óskar eftir að ráða metnaðarfullan deildarstjóra til að stýra tæknideild fyrirtækisins. Deildarstjórinn ber ábyrgð á daglegri stjórn og skipulagi tænideildar og leiðir 50 manna hóp tæknifólks og sérfræðinga sem sinna viðhaldi og uppsetningum á eldhústækjum, kæli- og frystitækjum, kaffivélum og lækningatækjum.
Ef þú hefur brennandi áhuga á tækni, býrð yfir leiðtogafærni og góðri skipulagshæfni, þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða öflugan hóp starfsmanna og veita þeim stuðning í daglegum verkefnum
- Tryggja að viðhalds- og viðgerðarþjónusta uppfylli viðeigandi gæðastaðla og reglugerðir og hafa umsjón með þjálfun starfsmanna
- Ábyrgð á skipulagi verkefna og úthlutun þeirra meðal starfsmanna og hópstjóra
- Skipuleggja reglubundið viðhald og sjá til þess að nauðsynlegar birgðir séu til staðar
- Viðhalda faglegum samskiptum við viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila
- Gerð og utanumhald þjónustusamninga við viðskiptavini
- Umsjón mannauðsmála sviðsins í samráði við næsta yfirmann og mannauðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking á sviði véltækni, rafmagnstæknifræði, iðnstjórnun eða skyldum fögum er kostur
- Farsæl stjórnunarreynsla
- Þekking á viðhaldi og viðgerðum á tæknibúnaði
- Hæfni í verkefnastjórnun og lausn vandamála ásamt skipulagsfærni og getu til að vinna undir álagi
- Rík samskiptafærni, leiðtogafærni og geta til að vinna í teymi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Deildarstjóri fagstarfs
Fossvogsskóli
Product Manager for flight systems and services
PLAY
FERÐASKRIFSTOFA - utanlandsferðir
Ferðaland
Stjórnandi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri fasteignaverðmata og úttekta
Arion banki
Rafkerfahönnuðir á Vesturlandi
Verkís
Hönnuður stjórnkerfa
Verkís
Sérfræðingur í lagna- og loftræsikerfum
Verkís
Deildarstjóri reikningshalds og fjárreiðna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Viltu ganga til liðs við hleðsluteymi ON?
Orka náttúrunnar
Sérfræðingur í stjórnkerfum
Lota
Hjúkrunardeildarstjóri bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
Landspítali