Viltu ganga til liðs við hleðsluteymi ON?
Orka náttúrunnar er leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku.
Í virkjunum okkar framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Við leitum að jákvæðum og útsjónarsömum einstakling í hleðsluteymið okkar.
Viðkomandi mun gegna fjölbreyttum og spennandi verkefnum, s.s. uppsetningu-, viðhaldi- og viðgerðum á búnaði hleðslustöðva, og taka þannig þátt í enn frekari uppbyggingu hleðslunets ON.
- Uppsetning á hleðslubúnaði
- Viðgerðir og viðhald á hleðslubúnaði
- Viðgerðir og viðhald á fjarskiptakerfum og öðrum stoðkerfum
- Þjónusta við viðskiptavini
Þeir eiginleikar sem við leitum eftir eru rík þjónustulund og lausnamiðað hugarfar.
Við leitum sérstaklega að einstaklingum sem búa yfir frumkvæði og metnaði í bland við framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileika enda felast í starfinu mikil samskipti við viðskiptavini Orku náttúrunnar, ánægðustu viðskiptavini á raforkumarkaði samkvæmt Íslensku Ánægjuvoginni.
- Góð samskiptafærni og lausnamiðuð hugsun
- Skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
- Framsækni og vilji til að tileinka sér nýja hluti
- Rík öryggisvitund og umbótahugsun
- Áhugi á orkuskiptum og rafbílum
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Sveinspróf í rafvirkjun
- Ökuréttindi
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið m.t.t. ofangreinds.