Veitur
Veitur
Veitur

Sérfræðingur í stjórnkerfum rafmagns

Langar þig að taka þátt í þróun og rekstri nýstárlegra stjórnkerfa á sviði raforku? Við hjá Veitum leitum að metnaðarfullum og tæknilega sterkum sérfræðingi til að ganga til liðs við okkur.

Við stöndum frammi fyrir spennandi áskorunum í þróun fjarstýringa í dreifikerfi rafmagns og innleiðingu nýrra lausna í stjórnkerfi okkar, þar á meðal aukinni nýtingu snjallmæla. Við erum á fullri ferð inn í framtíðina, sem einkennist af sjálfvirkni, stafrænum lausnum og hámarks áreiðanleika.

Ef þú brennur fyrir stjórnkerfum, stafrænni þróun og vilt takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni, þá viljum við heyra í þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning og prófanir á RTU (Remote Terminal Unit) búnaði fyrir dreifi- og aðveitustöðvar.
  • Viðhald og viðbætur skjámynda í stjórnkerfi Veitna.
  • Prófanir og bilanagreining stjórnkerfum til að tryggja áreiðanleika og öryggi í rekstri.
  • Kerfisstjórnun á kerfiráði rafmagns til að tryggja öruggan og skilvirkan rekstur.
  • Þátttaka í þróunarverkefnum til að auka sjálfvirkni og fjarstýrimöguleika í rafdreifikerfi Veitna.
  • Þátttaka í verkefnum tengdum uppfærslum og innleiðingu nýrra lausna í kerfiráð rafmagns, til að styðja við þróun og rekstraröryggi.
  • Samskipti og samvinna við innri og ytri samstarfsaðila, m.a. verkefnastjóra, verktaka, birgja og framleiðendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þrautsegja og lausnamiðað hugarfar.
  • Góð samskiptahæfni, frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt.
  • Reynsla af stjórnkerfum, SCADA-kerfum og/eða forritun RTU/PLC.
  • Góð tölvukunnátta: 
    • Linux og Windows stýrikerfi, m.a. grunnfærni í kerfisstjórnun.
    • Færni í vinnu með sýndarvélar, netþjóna og fjartengingar.
  • Þekking á netkerfum og samskiptastöðlum eins og IEC61850, IEC104, DNP3, Modbus kostur.
  • Verkfræði eða tæknifræðimenntun á sviði rafmagns, eða sambærilegum greinum. 
Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur8. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar