Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála

Reykjanesbær auglýsir eftir metnaðarfullum, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni til að gegna starfi deildarstjóra umhverfismála á Umhverfis- og framkvæmdasviði. Starfið er fjölbreytt og krefst frumkvæðis, ábyrgðar og sjálfstæðis í vinnubrögðum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Gildi Reykjanesbæjar – virðing, eldmóður og framsækni – skulu endurspeglast í störfum og framkomu viðkomandi.

Um er að ræða 100% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjárhagsleg og fagleg ábyrgð á verkefnum Umhverfisdeildar í samstarfi við sviðsstjóra.
  • Umsjón með gatnakerfi og opnum svæðum Reykjanesbæjar, rekstri þeirra og framkvæmdum.
  • Yfirumsjón með samgöngum innan sveitarfélagsins.
  • Þátttaka í hönnun og skipulagi verklegra framkvæmda.
  • Eftirlit með verklegum framkvæmdum, allt frá undirbúningi til rýni eftir framkvæmdir.
  • Skráning og utanumhald gagna í gagnagrunn.
  • Áætlanagerð og eftirfylgni þeirra.
  • Aðkoma að skipulagsmálum.
  • Almenn störf á umhverfissviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði á byggingarsviði eða sambærileg menntun.
  • Viðamikil reynsla af verklegum framkvæmdum.
  • Æskileg reynsla af opinberri stjórnsýslu.
  • Góð þekking á Microsoft Office, sérstaklega Word og Excel.
  • Æskileg kunnátta í tækniforritum eins og AutoCad og MicroStation.
  • Þekking á skjalavistunarkerfum er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum- og skipulagshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur20. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar