Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Sérfræðingur í landupplýsingum óskast á Akureyri

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir sérfræðingi í landupplýsingum í teymi fasteignaskrár sem staðsett er á Akureyri. Hlutverk teymisins er að halda utan um skráningu og afmörkun fasteigna á Íslandi ásamt því að þjónusta önnur svið HMS í greiningu og vinnslu landupplýsinga. Starfstöð er á skrifstofu HMS á Akureyri.

Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum ásamt því að leggja þitt af mörkum til samfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afmörkun og skráning fasteigna og viðhald landeignaskrár
  • Kortlagning landmerkja jarða
  • Viðhald og þróun staðfangaskrár
  • Landfræðileg greining í samvinnu við önnur svið HMS
  • Kortagerð og landfræðileg miðlun upplýsinga
  • Gæðaeftirlit gagna til að tryggja réttleika skráninga og landupplýsinga
  • Þátttaka í viðhaldi og þróun skráningakerfa fasteignaskrár og miðlun upplýsinga
  • Þjónusta við innri og ytri viðskiptavini
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í landfræði, náttúruvísindum, verkfræði, skipulagsfræði eða sambærilegu
  • Reynsla af vinnslu og meðferð landupplýsinga er kostur
  • Skipulagshæfni, vönduð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Lipurð í samskiptum og samstarfi, þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Réttindi sem merkjalýsandi er kostur
  • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar