Þingeyjarsveit
Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.
Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.
Skipulagsfulltrúi
Þingeyjarsveit auglýsir eftir skipulagsfulltrúa.
Um er að ræða 100% starf með möguleika á minna starfshlutfalli.
Þingeyjarsveit auglýsir starf skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað og drifkraft til að halda áfram að þróa starfið og skipulagsmál sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með skipulagsmálum
- Eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum
- Ábyrgð á framfylgd stefnu í málaflokknum
- Samskipti og ráðgjöf til íbúa, kjörinna fulltrúa, hönnuði og verktaka
- Samskipti við opinberar stofnanir og hagsmunaaðila
- Undirbúningur, þátttaka og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
- Önnur verkefni í samstarfi við skipulagsnefnd og næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi og uppfyllir þær hæfni- og menntunarkröfur sem gerðar eru til skipulagsfulltrúa
- Reynsla af skipulagsvinnu og haldgóð þekking á ferli og lagaumhverfi skipulagsmála
- Þekking á opinberri stjórnsýslu
- Góð tölvukunnátta og færni í helstu forritum tengdum skipulagsvinnu
- Skipulagsfærni og nákvæm vinnubrögð
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Framúrskarandi hæfni til samskipta og samstarfs
- Hafa gott vald á íslensku bæði í ræðu og á riti
Auglýsing birt12. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kjarni, 650 Laugar
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar