Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila.
Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um skipulag haf- og strandsvæða, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða. Nánari upplýsingar má finna á www.skipulag.is
Verkefnisstjóri á sviði stefnumótunar
Viltu slást í hópinn?
Skipulagsstofnun auglýsir eftir verkefnisstjóra til starfa á svið stefnumótunar hjá stofnuninni.
Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem krefjast agaðra vinnubragða, drifkrafts, samskiptahæfileika og þekkingar á skipulagsmálum á Íslandi.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og leitt verkefnisteymi til árangurs í fjölbreyttum gerðum verkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Halda utan um vinnu við gerð og framfylgd strandsvæðisskipulags fyrir hönd svæðisráða og raflínuskipulags fyrir hönd raflínunefnda.
- Aðstoð við gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu
- Halda utan um ýmis verkefni við stefnumótun, leiðbeiningar, útgáfu og kynninga er tengjast hlutverki stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi til skipulagsgerðar skv. skipulagslögum er æskileg.
- Meistarapróf á sviði skipulagsmála er nauðsynlegt.
- Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi, s.s. reynsla af skipulagsgerð og samráði við skipulagsgerð.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu á sviði skipulagsmála.
- Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
- Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta er nauðsynleg.
Auglýsing birt11. desember 2024
Umsóknarfrestur2. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (10)
Verkefnisstjóri á sviði miðlunar
Skipulagsstofnun
Ert þú öflugur leiðtogi?
Seðlabanki Íslands
Drekadalur - Kennarar
Reykjanesbær
Drekadalur - Deildarstjórar
Reykjanesbær
Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis
Fjarskiptastofa
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri farsældar barna
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Sérfræðingur í greiningu
Hagstofa Íslands