Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð leitar að þjónustuliprum og nákvæmum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa skipulags- og byggingarmála.
Starfið er á skipulags- og framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og sinnir starfsmaðurinn almennri þjónustu á sviðinu með sérstaka áherslu á byggingar- og skipulagsmál.
Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á að þjónusta íbúa. Á skipulags- og framkvæmdasviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna.
• Almenn þjónusta á sviði bygginga- og skipulagsmála.
• Umsjón með skráningu gagna vegna skipulags- og byggingarmála, gatna og veitna.
• Umsjón á skjala- og teikningavörslu.
• Umsjón með yfirferð og skráningu lausafjármuna og samskipti við lóðarhafa/eigendur.
• Umsjón með frágangi skipulags- og byggingarmála og lokun erinda.
• Umsjón með móttöku og skráningu nýrra teikninga og skjala vegna skipulags-, og byggingamála.
• Svarar fyrirpurnum og erindum varðandi skipulags- og byggingarmál ásamt upplýsingagjöf til viðskiptavina
• Dagleg umsjón og eftirfylgni stöðuleyfisskyldra lausafjármuna.
• Umsjón með leyfisveitingum vegna dýrahalds
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg. Háskólanám er kostur.
• Reynsla af almennum skrifstofustörfum er nauðsynleg
• Almenn tölvukunnáttu er nauðsynleg.
• Almenn þekking á upplýsingakerfum
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Frumkvæði og skipulagshæfni.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.