Drekadalur - Deildarstjórar
Starfssvið: Deildarstjóri
Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík sem tók til starfa í ágúst s.l. leitar eftir tveimur drífandi, skipulögðum og jákvæðum einstaklingum í störf deildarstjóra sem eru tilbúnir að taka þátt í og leiða gott faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðra hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun.
Drekadalur er sex deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegnum leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans er gleði, leikur, virðing og hugrekki og einkunnarorð leikskólans er með opnum hug og gleði í hjarta þar sem við viljum að öllum börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel.
Deildarstjóri er faglegur leiðtogi og situr í stjórnendateymi leikskólans. Hann starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Reykjanesbæ með opnum hug og gleði í hjarta, uppeldi til ábyrgðar aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.
Um er að ræða 100% starfshlutföll frá og með 2. Janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
- Uppeldi og menntun barna
- Gerð skólanámskrár, mat á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
- Dagleg verkstjórn á deild og upplýsingamiðlun innan og milli deilda og við stjórnendur
- Náið samstarf við foreldra/forráðamenn barnanna
- Umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
- Sinnir verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
- Stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar
- Situr foreldrafundi, starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans
- Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
- Reynsla af vinnu með börnum æskileg
- Stjórnunarreynsla í leikskóla mikilvæg
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Stundvísi og reglusemi
- Góð íslenskukunnátta.