Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Sérfræðingur í greiningu

Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi í spennandi verkefni spádeildar. Deildin greinir þróun efnahagsmála, gerir þjóðhagsspá og hefur umsjón með opinberri útgáfu hennar. Verkefni starfsins eru greining á efnahagsmálum, túlkun hagtalna og gerð og miðlun þjóðhagsspár Hagstofu Íslands. Starfið byggir á mikilli samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efnahagsgreiningar

  • Túlkun hagtalna

  • Aðkoma að spágerð

  • Skýrsluskrif og miðlun

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í hagfræði, framhaldsmenntun er kostur

  • Reynsla af greiningarstörfum er kostur

  • Þekking á hagrannsóknum

  • Góð kunnátta á gagnavinnsluhugbúnað er æskileg.

  • Góð þekking og mikill áhugi á efnahagsmálum

  • Hlutlægni og fagmennska

  • Samviskusemi, skipulögð vinnubrögð og frumkvæði

  • Mjög gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku

  • Góð samskiptafærni

Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar