Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga.
Sambandið sinnir hagsmunagæslu og þjónustu fyrir svæðið allt og starfar í samvinnu við önnur landshlutasamtök, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila.
Markmið S.S.S. eru m.a.:
• að efla samvinnu sveitarfélaga og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna
• að vinna að hverjum þeim verkefnum sem aðildarsveitarfélög eða löggjafinn kunna að fela þeim
• að styrkja stöðu aðildarsveitarfélaganna á landsvísu
• að stuðla að eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum
Málaflokkar eru m.a. byggðaþróun, atvinnuþróunn, nýsköpun, ferðaþjónusta og umhverfismál.
S.S.S. er regnhlíf yfir önnur samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Dæmi um það eru Svæðisskipulag Suðurnesja, Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Unesco Geopark.
Skrifstofa S.S.S. er staðsett að Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ. Hjá S.S.S. starfar samheldinn starfsmannahópur þar sem lögð er áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn.
Verkefnastjóri farsældar barna
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (S.S.S.) auglýsir eftir verkefnastjóra farsældar. Markmið verkefnisins er að koma á fót farsældarráði á Suðurnesjum í þágu farsældar barna. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja ára sem byggir á samningi milli S.S.S. og Mennta-og barnamálaráðuneytisins. S.S.S. eru landshlutasamtök sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virkt samráð við sveitarfélögin og það starfsfólk sem ber ábyrgð á innleiðingu farsældar
- Virkt samráð við svæðisbundna þjónustuveitendur á vegum ríkis og sveitarfélaga sem og fulltrúa notenda á svæðinu
- Ná yfirsýn yfir þjónustu við börn í hverju sveitarfélagi með kortlagningu
- Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana með það að markmiði að koma á farsældarráði
- Stuðla að því að fyrir lok tímabilsins hafi farsældarráð hafið störf og unnið fyrstu áætlun um svæðisbundna forgagnsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára
- Umsjón með verkskilum, fundum og öðrum störfum farsældarráðs
- Annað sem fellur að tilgangi verkefnisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
- Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu sem og starfsemi sveitarfélaga
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðnii
- Framsýni og metnaður
- Hreint sakavottorð
- Góð rit- og talfærni á íslensku og hæfni í framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt
- Góð samskiptafærni og tölvukunnátta
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur18. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)
Verkefnastjóri aðfanga og útboða - Veitingaþjónusta
Landspítali
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Sérfræðingur í greiningu
Hagstofa Íslands
Verkefnastjóri Fyrirtækjasviðs
Smáríkið
Verkefnastjóri vottunar og evrópuverkefna innan krabbameinsþjónustu
Landspítali
UT kennsluráðgjafi - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Verkefnastjóri Vinnustundar
Landspítali
Senior Producer
CCP Games
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg