Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Drekadalur - Kennarar

Starfssvið: Kennarar

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík sem tók til starfa í ágúst s.l. auglýsir eftir þremur kennurum. Við leitum að drífandi starfsmönnum í okkar frábæra teymi. Starfsandin í Drekadal er góður og einkennist af virðingu, jákvæðni, gleði og góðri samvinnu.

Drekadalur er sex deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegnum leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans er gleði, leikur, virðing og hugrekki og einkunnarorð leikskólans er með opnum hug og gleði í hjarta þar sem við viljum að öllum börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel.

Um framtíðarstörf er að ræða í 50% til 100% starfshlutföllum frá og með 2. Janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags leikskólakennara.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Skipulagning leikskólastarfs
  • Foreldrasamstarf í samráði við deildarstjóra
  • Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
  • Færni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakarvottorð skilyrði 
Auglýsing birt5. desember 2024
Umsóknarfrestur12. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar