Drekadalur - Kennarar
Starfssvið: Kennarar
Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík sem tók til starfa í ágúst s.l. auglýsir eftir þremur kennurum. Við leitum að drífandi starfsmönnum í okkar frábæra teymi. Starfsandin í Drekadal er góður og einkennist af virðingu, jákvæðni, gleði og góðri samvinnu.
Drekadalur er sex deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegnum leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans er gleði, leikur, virðing og hugrekki og einkunnarorð leikskólans er með opnum hug og gleði í hjarta þar sem við viljum að öllum börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel.
Um framtíðarstörf er að ræða í 50% til 100% starfshlutföllum frá og með 2. Janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags leikskólakennara.
- Uppeldi og menntun leikskólabarna
- Skipulagning leikskólastarfs
- Foreldrasamstarf í samráði við deildarstjóra
- Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum
- Leyfisbréf sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
- Færni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakarvottorð skilyrði