Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Ert þú öflugur leiðtogi?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í starf forstöðumanns á sviði háttsemiseftirlits, sem er annað af tveimur eftirlitssviðum bankans.

Um er að ræða nýja deild sem mun annast fjölbreytt verkefni, meðal annars tengdum eftirliti með aðgerðum gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og alþjóðlegum þvingunaraðgerðum á grundvelli löggjafar á þessu sviði. Deildin mun jafnframt sinna verkefnum tengdum áhættumati á fjármálamarkaði vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sinna innlendu og erlendu samstarfi og öðrum lögfræðilegum verkefnum.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfileika og reynslu af stjórnun, ásamt þekkingu og reynslu af fjármálamarkaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á uppbyggingu deildar, faglegri þróun verkefna og framkvæmd eftirlits.
  • Dagleg verkstjórn og mótun sterkrar liðsheildar.
  • Þátttaka í innra starfi Seðlabankans, stefnumótun og áætlanagerð.
  • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi með stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- og meistaranám eða embættispróf í lögfræði.
  • Sterkir leiðtogahæfileikar.
  • Reynsla af daglegri verkstjórn og mannaforráðum.
  • Reynsla og þekking á stjórnsýslu og löggjöf á fjármálamarkaði.
  • Þekking á verkefnum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, drifkraftur, heiðarleiki og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur19. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar