Alfa Framtak
Alfa Framtak

Fjármál, rekstur og eftirlit

Alfa Framtak er rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Við fjárfestum í fjölbreyttum fyrirtækjum, styðjum við vöxt og leiðum umbreytingar. Við vinnum náið með stjórnendum, athafnafólki og fyrirtækjaeigendum sem vilja ná því besta út úr sínum rekstri. Markmið okkar er að hámarka verðmæti fjárfestinga og skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi við sölu og þannig skilja eftir okkur jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi.

Við leitum nú að aðila í fjölbreytt hlutverk er snýr að fjármálum, rekstri og eftirliti.

Viðkomandi spilar stórt hlutverk í litlu teymi og hefur umsjón með öllum félögum í tengslum við sjóði í rekstri Alfa Framtak, þ.m.t. stofnun félaga og utanumhaldi hlutaskráa, breytinga á hlutafé, samþykktum, o.fl. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á skýrslugjöf til eftirlitsaðila, t.d. í tengslum við peningaþvættislöggjöf.

Auk þeirra verkefna sem hér eru tilgreind sér viðkomandi um rekstur skrifstofu og þarf að búa að jákvæðni og elju til að vinna öll verkefni af nákvæmni og þjónustulund, hvort heldur lítil eða stór

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Umsjón með félögum í eignasafni sjóða og samskipti við fyrirtækjaskrá RSK

·       Skýrslugjöf til eftirlitsaðila

·       Umsjón með peningaþvættiseftirliti

·       Umsjón með hlutaskrám og skráningu raunverulegra eigenda

·       Fundargerðir, samningaumsjón og skjalastýring

·       Samskipti við endurskoðendur í tengslum við ársreikninga

·       Skrifstofustjórn, innkaup og móttaka gesta

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Áreiðanleiki, nákvæmni og góð yfirsýn á fjölbreytta málaflokka

·       Reynsla og/eða menntun í reikningshaldi eða lögfræði er kostur

·       Geta og vilji til þess að sinna fjölbreyttum verkefnum og halda mörgum boltum á lofti

Auglýsing birt7. desember 2024
Umsóknarfrestur22. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar