First Water
First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar.
Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því mikla áherslu á að upp öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
First Water kappkostar að bjóða upp á gott starfsumhverfi á skemmtilegum og samheldnum vinnustað
Fjárfestatengill
First Water óska eftir að ráða sérfræðing í fjárfestatengslum. Um er að ræða í fjölbreytt starf hjá vaxandi fyrirtæki en First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á upplýsingagjöf til fjárfesta og markaðsaðila
- Undirbúningur ársskýrslna og aðalfunda
- Undirbúningur fyrir ársfjórðungslegar kynningar á afkomu félagsins
- Samskipti við fjárfesta
- Umsjón með upplýsingum til fjárfesta á vef First Water
- Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun
- Reynsla og þekking á fjármálamörkuðum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
- Framúrskarandi færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur19. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)
Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Fréttamaður - næturvaktir.
RÚV
Fréttamaður
RÚV
Sérfræðingur í launadeild - Tímabundið starf í 1 ár
Hafnarfjarðarbær
Financial Controller
Marel
SÉRFRÆÐINGUR Í GREIÐSLUSTÝRINGU
Fjársýslan
Microsoft Dynamics 365 F&O consultant (ráðgjafar)
HSO Iceland