KPMG á Íslandi
KPMG er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði endurskoðunar, bókhalds, alhliða fjármálaráðgjafar ásamt skatta og lögfræði. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 330 sérfræðingar á 15 skrifstofum um land allt.
Starfsfólk KPMG hefur fjölbreytta reynslu og menntun sem gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að leysa flóknar viðskiptaáskoranir með stuttum boðleiðum.
Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.
Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:
• Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
• Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum hjá KPMG á Íslandi og erlendis.
• Möguleikar á að þróast í starfi.
• Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
• Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
• Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
• Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
• Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
• Og margt fleira.
Launasérfræðingur
Launasérfræðingur hjá KPMG Bókað
Hjá Bókað starfa um 80 sérfræðingar sem leggja áherslu á það að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á sviði bókhalds og launavinnslu. Hópurinn er fjölbreyttur og samheldinn og mikil áhersla er lögð á teymisvinnu.
Við leitum nú að öflugum einstaklingi með reynslu og þekkingu af launavinnslu til starfa á skrifstofu okkar á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsfólk okkar þarf almennt að geta tekið frumkvæði og unnið sjálfstætt, vera lausnamiðað og njóta fjölbreytni í verkefnum sem og að eiga auðvelt með samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.
Hæfniskröfur
-
Góð reynsla af launavinnslu er nauðsynleg, kostur ef viðkomandi hefur einnig reynslu af bókhaldi.
-
Þekking og reynsla af aðkomu kjarasamninga.
-
Nauðsynlegt að hafa reynslu af notkun H3 launakerfis og kostur ef reynsla af Navision.
-
Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg.
-
Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð.
-
Jákvæðni í samstarfi, lausnamiðað viðhorf og rík þjónustulund.
Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum öll til að sækja um óháð kyni.
KPMG Bókað verður hluti af ECIT
KPMG Bókað verður í janúar hluti af norska fjármála og tæknifyrirtækinu ECIT og mun starfsfólk ECIT á Íslandi samtals telja um 110 eftir að kaupin ganga í gegn. KPMG Bókað sinnir þjónustu við um 2.000 fyrirtæki og stofnanir um allt land og munu þjónustuþættir haldast óbreyttir gagnvart viðskiptavinum eftir breytingar. ECIT er alþjóðlegt fyrirtæki sem telur yfir 2.500 sérfræðinga á yfir hundrað skrifstofum í tíu löndum.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út hér á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri húseininga
Stólpi Gámar ehf
Tæknilegur vörustjóri F&O
Orkuveitan
Öflugur innkaupafulltrúi óskast hjá Rubix á Reyðarfirði!
Rubix Ísland ehf
Gjaldkeri
Luxury Adventures
Fjármál, rekstur og eftirlit
Alfa Framtak
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Sérfræðingur í launadeild
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála hjá Mannauðslausnum
Advania
Framkvæmdastjóri mannauðsmála / HR Manager
Alcoa Fjarðaál
Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf.
Launafulltrúi
Hagstofa Íslands