Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.
Tæknilegur vörustjóri F&O
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum tæknilegum vörustjóra fyrir Microsoft Finance & Operations (F&O)
Sem tæknilegur vörustjóri F&O verður þú:
-
Leiðandi málum tengdum F&O hjá Orkuveitunni og dótturfélögum.
-
Ábyrgur fyrir innleiðingu nýrra lausna og breytinga á F&O.
-
Í forsvari fyrir þarfagreiningu og forgangsröðun verkefna.
-
Tengiliður milli Upplýsingatækni, þjónustuaðila og annarra lykilaðila innan Orkuveitunnar.
-
Þekkingarbrunnur sem styður við starfsfólk með þjálfun og fræðslu
-
Með yfirumsjón yfir samþættingu F&O við önnur kerfi eins og CRM, gagnavöruhús og rekstrarkerfi.
Starfið felur í sér mikil samskipti og náið samstarf við bæði innri og ytri hagaðila. Það er því mikilvægt að þú búir yfir sterkri samskiptahæfni og getu til teymisvinnu.
Ofar öllu öðru leitum við að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vera leiðandi afl í tæknilegum lausnum Orkuveitunnar.
Ef þú brennur fyrir því að gera góða kerfi betri og býrð yfir framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikum í bland við metnað og útsjónarsemi þá erum við að leita af þér!
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Þekking og reynsla af Microsoft F&O nauðsynleg
-
Háskólapróf er nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði, viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegt
-
Þekking og reynsla af notkun Microsoft lausna kostur
-
Þekking og reynsla af teymisþróun hugbúnaðar kostur
-
Reynsla af smíði og hönnun hugbúnaðar kostur
-
Gott vald á rituðu máli, bæði íslensku og ensku
Auglýsing birt9. desember 2024
Umsóknarfrestur18. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri húseininga
Stólpi Gámar ehf
Kerfisstjóri í notendaþjónustu
HS Veitur hf
Ert þú með sérþekkingu í Microsoft 365 lausnum?
Landspítali
Vöruflokkastjóri - miðlæg innkaup
Icelandair
Hugbúnaðarsérfræðingur - Business Central
Hagar
Bakendaforritari
Hagar
Hugbúnaðarsérfræðingur
Veritas
GreenFish Developer
GreenFish
Öflugur innkaupafulltrúi óskast hjá Rubix á Reyðarfirði!
Rubix Ísland ehf
Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis
Fjarskiptastofa
Kerfisstjóri í notendaþjónustu
HS Veitur hf
Launasérfræðingur
KPMG á Íslandi