Stólpi Gámar ehf
Stólpi Gámar ehf
Stólpi Gámar ehf

Verkefnastjóri húseininga

Viltu takast á við skemmtileg verkefni á nýjum stað hjá ört vaxandi fyrirtæki?

Stólpi Gámar húseiningar leitar að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi sem vill vinna með góðri liðsheild. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá rótgrónu fyrirtæki með reynslumiklu og skemmtilegu starfsfólki.

Vegna aukinna verkefna þurfum við öflugan verkefnastjóra í hópinn sem getur haldið mörgum boltum á lofti. Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem er fljótur að tileinka sér nýjungar á vaxandi markaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og ráðgjöf á húseiningum og öðrum vörum 
  • Tilboðsgerð og eftirfylgni með sölu
  • Öflun nýrra viðskiptatækifæra
  • Önnur tilfallandi verkefni

Stólpi Gámar hefur til sölu einingahús til ýmissa nota, t.d sem viðbótar gistirými fyrir ferðarþjónustuna, skrifstofur, vinnuaðstöðu, kaffistofur og margt fleira.   

Stólpi Gámar er gamalgróið fyrirtæki sem á sögu sína að rekja aftur til ársins 1974. Starfsemi
þess felst í sölu eða útleigu á húseiningum og gámum. Styrkur fyrirtækisins er langt og gott samstarf við atvinnulífið og öflug starfsfólk.  Fjöldi starfsmanna er um 50 talsins.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.stolpigamar.is

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af verkefnastýringu, sölu og þjónustu
  • Reynsla af sölu og þjónustu við byggingariðnaðinn er kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi t.d iðn- eða tæknimenntun
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð
  • Mjög góð samskiptafærni og jákvætt viðhorf
  • Metnaður, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku og ensku kunnátta
  • Góð almenn tölvufærni og reynsla notkun helstu forrita
Fríðindi í starfi

Líkamsræktarstyrkur, niðurgreiddur matur, endurmenntun og fræðsla.

Umsókn

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um óháð uppruna, aldri eða kyni. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Sótt er um starfið á alfred.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt4. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettagarðar 5, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar