HS Veitur hf
HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hjá HS Veitum starfa um 100 starfsmenn á fjórum starfstöðvum sem sinna margvíslegum störfum. Fyrirtækið þjónar mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og eru íbúar á veitusvæði HS Veitna rúmlega 84 þúsund.
Í fyrirtækinu ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild og virðingu í samskiptum.
Kerfisstjóri í notendaþjónustu
HS Veitur leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að sinna kerfisstjórn og þjónustu við notendur. Viðkomandi tekur jafnframt þátt í ýmsum verkefnum á sviði upplýsingatækni, umbóta og verkferla.
Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi þjónustu- og samskiptahæfileika og tæknilega kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Notendaþjónusta
- Kerfisumsjón helstu upplýsingakerfa
- Netöryggi
- Þátttaka við val á lausnum í takt við tækniþróun á hverjum tíma
- Umsjón og ráðgjöf við kaup á búnaði
- Uppsetning og uppfærslur tækja og hugbúnaðar
- Umsjón með aðgangskerfum
- Afritun og endurheimt gagna
- Tengiliður við þjónustuaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- BS próf í tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi, svo sem kerfisstjóra diplómanám.
- Góð þekking og reynsla af Microsoft lausnum, t.d. Active Directory, Azure, Intune, Exchange, Teams og Sharepoint.
- Áhugi á tæknilausnum, tölvum, hugbúnaði og tölvukerfum
- Samskiptafærni og þjónustulund
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Brekkustígur 36, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
AzureTölvunarfræðingurÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Kerfisstjóri í notendaþjónustu
HS Veitur hf
Ert þú með sérþekkingu í Microsoft 365 lausnum?
Landspítali
Hugbúnaðarsérfræðingur - Business Central
Hagar
Bakendaforritari
Hagar
Hugbúnaðarsérfræðingur
Veritas
GreenFish Developer
GreenFish
Tæknilegur vörustjóri F&O
Orkuveitan
Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis
Fjarskiptastofa
Sérfræðingur í þjónustu hjá InfoMentor
Geko
Upplýsingafræðingur - Hlutastarf eða fullt starf
Gagnavarslan
Power Platform Sérfræðingur
ST2
Sérfræðingur í gagnavísindum og hermun aflkerfa
Veitur