Gagnavarslan
Síðan 2008 hefur Gagnavarslan skuldbundið sig til að bjóða bestu gæði í varðveislu gagna með því að fylgja gildandi stöðlum og vinna samkvæmt bestu viðteknum venjum á hverjum tíma.
Aðalmarkmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu með því að vera stöðugt að bæta þjónustuna.
Gagnavarslan tryggir viðskiptavinum sínum að öll öryggisviðmið séu virt og að skjölin þín séu varðveitt í öruggu umhverfi.
Upplýsingafræðingur - Hlutastarf eða fullt starf
Vegna aukinna umsvifa leitar Gagnavarslan að upplýsingafræðing í fullt starf eða hlutastarf. Um er að ræða spennandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörslu, flokkun og skráningu skjala.
Hæfniskröfur
- Nám í upplýsingafræði eða annað sambærilegt er nýtist í starfið
- Fjölbreytt verkefnastjórnun
- Mjög góð íslensku kunnátta
- Jákvætt viðmót, rík þjónustulund og sveigjanleiki
- Góð samskipti
- Tölvulæsi og hæfni til að tileinka sér notkun hugbúnaðar
- Góð vélritunarkunnátta
- Ökupróf
- Hreint sakavottorð er skilyrði
Starfssvið
- Yfirumsjón með verkefnum Gagnavörslunar
- Flokkun og pökkun skjala og muna
- Skönnun og skráning skjala og teikninga
- Vinna í vöruhúsi og útkeyrsla
- Aðstoð við ýmis önnur tilfallandi verkefni
Vinnutími er að jafnaði á milli kl 08:00-16:00 virka daga.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynning á viðkomandi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2024 og í umsókn þarf að koma fram hvenær viðkomandi getur hafið störf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með skipulagingu og undirbúningi fyrir ný verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Upplýsingafræði eða annað slíkt nám er nýtist í starfið
Fríðindi í starfi
Stytting vinnuviku
Íþróttastyrkur
Auglýsing birt4. desember 2024
Umsóknarfrestur14. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)