Hagar
Hagar eru fjölskylda af fyrirtækjum sem að starfa á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði. Öll fyrirtæki Haga hafa það markmið að veita framúrskarandi þjónustu, selja gæða vörur á sanngjörnu verði og hafa um leið eins jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag og mögulegt er.
Á vegum Haga eru reknar átta sjálfstæðar rekstrareiningar með ólík rekstrarform og menningu. Allar einingarnar leggja áherslu á hagkvæman rekstur, góða þjónustu og hámörkun á virði fyrir eigendur félagsins. Rekstrareiningar Haga búa yfir áralangri þekkingu á viðskiptum og smásölu og byggja á trausti viðskiptavina sem áunnist hefur um langt árabil.
Hugbúnaðarsérfræðingur - Business Central
Hagar hf., eitt stærsta fyrirtæki í íslenskri smásölu, er að byggja upp stafræna framtíð sína og leitar nú að hæfileikaríkum hugbúnaðarsérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna á nútímalegu tæknisviði.
Viðkomandi mun taka þátt í spennandi nýþróun og daglegum rekstri hugbúnaðar á kjarnasviði Haga og dótturfélaga, auk þess að fá tækifæri til að móta menningu og vinnubrögð teymisins.
Business Central teymið vinnur náið með hagaðilum og notendum fjárhagskerfa félagsins og hefur umsjón með þarfagreiningum, hönnun og þróun lausna. Við leggjum okkur fram um að skilja þarfir notenda og vera ráðgefandi stuðningur við framþróun lausna og ferla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greina þarfir notenda og finna bestu lausnir innan BC til að mæta þeim
- Hanna og innleiða breytingar sem mæta þörfum rekstrareininga
- Veita faglega ráðgjöf, leiðbeina og styðja notendur
- Stýra uppfærslum og samþættingum við önnur kerfi
- Þátttaka í uppbyggingu ERP teymis og mótun vinnubragða
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af góðum vinnubrögðum í hugbúnaðarþróun
- Þekking á Microsoft Dynamics 365 Business Central eða sambærilegum ERP kerfum
- Þekking á ERP lausnum LS Retail og Wise er kostur
- Þekking og færni í AL forritun er kostur
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að vera hluti af framsækinni stafrænni umbreytingu hjá leiðandi íslensku fyrirtæki
- Hvetjandi og skapandi vinnuumhverfi þar sem tækni og nýsköpun eru í fyrirrúmi
- Sveigjanlegur vinnutími og jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Aðgangur að sterkum teymum sem deila þekkingu og hjálpa til við faglegan vöxt
- Tækifæri til að móta stafræna framtíð Haga hf
Auglýsing birt10. desember 2024
Umsóknarfrestur22. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniValkvætt
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Dynamics NAVMicrosoft Dynamics 365 Business CentralNavision
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Kerfisstjóri í notendaþjónustu
HS Veitur hf
Ert þú með sérþekkingu í Microsoft 365 lausnum?
Landspítali
Bakendaforritari
Hagar
Hugbúnaðarsérfræðingur
Veritas
GreenFish Developer
GreenFish
Tæknilegur vörustjóri F&O
Orkuveitan
Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis
Fjarskiptastofa
Kerfisstjóri í notendaþjónustu
HS Veitur hf
Power Platform Sérfræðingur
ST2
Forritari/Hugbúnaðarsérfræðingur - Akureyri
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Sérfræðingur í gagnavísindum og hermun aflkerfa
Veitur
Forritari í Microsoft .Net C#
Eignaumsjón hf