Veritas
Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Veritas er móðurfélag fyrirtækjanna Artasan ehf., Distica hf., MEDOR ehf., Stoð hf. og Vistor hf. Fyrirtækið er kjölfesta samstæðunnar og veitir þjónustu til dótturfyrirtækjanna svo þau geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.
Hugbúnaðarsérfræðingur
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum forritara, sem hefur áhuga á að taka þátt í innleiðingu á Microsoft Business Central úr Dynamivs NAV til að slást í upplýsingatænihóp Veritas. Um er að ræða spennandi starf í samhentu teymi fagfólks sem sér um upplýsingatæknimál Veritas samstæðunnar.
Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og faglega kunnáttu til að vinna að þeim verkefnum sem liggja fyrir hverju sinni. Viðkomandi þarf einnig að búa yfir frumkvæði og getu til að hrinda verkefnum í framkvæmd, vera árangursdrifinn og hafa gott auga fyrir nýjum tækifærum og umbótum.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Greining á þörfum, tæknilegum kröfum og hönnun hugbúnaðarlausna sem styðja við vinnuferla Veritas samstæðunnar.
-
Þátttaka í þróun upplýsingatækni innan Veritas samstæðunnar.
-
Forritun lausna.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunar- eða hugbúnaðarverkfræði.
-
Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
-
Lausnamiðuð hugsun, þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
-
Reynsla og þekking á Dynamics NAV og Microsoft Business Central er kostur.
-
Þekking á Microsoft umhverfi: .NET og Power Platform er kostur.
-
Áhugi á að vinna með m.a. samþættingu kerfa og vefþjónustur.
-
Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi og umhverfi.
Auglýsing birt4. desember 2024
Umsóknarfrestur12. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Power Platform Sérfræðingur
ST2
Forritari/Hugbúnaðarsérfræðingur - Akureyri
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Sérfræðingur í gagnavísindum og hermun aflkerfa
Veitur
Forritari í Microsoft .Net C#
Eignaumsjón hf
Notendaþjónusta − hugbúnaður, útstöðvar, kennsla o.fl.
Eignaumsjón hf
Forritari Microsoft SQL gagnagrunns
Eignaumsjón hf
Tæknilegur vörustjóri innri viðmótskerfa
Arion banki
Vörustjóri CRM í Microsoft Dynamics 365
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Prófari (QA Engineer)
Kvikna Medical ehf.
Sérfræðingur í viðskiptagreind
Veitur
Automation developer
Evolv
Sérfræðingur í gagnasöfnum og greiningum
PwC