Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Höldur ehf. var stofnað árið 1974, en upphaf Bílaleigu Akureyrar má rekja aftur til ársins 1966. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið einn umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár og hefur verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum.
Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi.
Á Akureyri rekur fyrirtækið alhliða bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð, bílasölu með nýja og notaða bíla, ásamt glæsilegu bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði. Höldur er sölu- og þjónustuaðili á Norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju.
Forritari/Hugbúnaðarsérfræðingur - Akureyri
Höldur – Bílaleiga Akureyrar er á skemmtilegri vegferð inn í framtíðina þegar kemur að tæknilausnum og þróun þeirra. Við störfum með mörgum af öflugustu tæknifyrirtækjum landsins með það að markmiði að nýta okkur nýjustu tækni til að gera upplifun viðskiptavina okkar sem besta.
Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun til starfa á markaðssviði Hölds.
Starfið felst í áframhaldandi uppbyggingu á tæknilausnum fyrirtækisins, t.d. vefsíðum, smáforritum, bókunarvélum og fleira.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun bókunar- og tæknilausna.
- Sjálfvirknivæðing vinnuferla.
- Samstarf við fjölbreytt teymi og viðskiptavini í þróun nýrra lausna.
- Nýting gervigreindar.
- Þátttaka í vöruþróun.
- Fjölbreytt tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla í forritun er æskileg.
- Góðir samskiptahæfileikar.
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
Bílafríðindi, niðurgreiddur matur, íþróttastyrkur, fræðslustyrkur o.fl.
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur14. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Tryggvabraut 12, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Power Platform Sérfræðingur
ST2
Forritari í Microsoft .Net C#
Eignaumsjón hf
Forritari Microsoft SQL gagnagrunns
Eignaumsjón hf
Tæknilegur vörustjóri innri viðmótskerfa
Arion banki
Sérfræðingur í viðskiptagreind
Veitur
Automation developer
Evolv
Forritari í Dynamics 365 / Power Platform
Saga 365
Senior Tools Programmer
CCP Games
Tools Programmer
CCP Games
Front-end Engineer
Bókun / Tripadvisor
Software Developer
Rapyd Europe hf.
Software Engineer Intern
CCP Games