Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Forritari/Hugbúnaðarsérfræðingur - Akureyri

Höldur – Bílaleiga Akureyrar er á skemmtilegri vegferð inn í framtíðina þegar kemur að tæknilausnum og þróun þeirra. Við störfum með mörgum af öflugustu tæknifyrirtækjum landsins með það að markmiði að nýta okkur nýjustu tækni til að gera upplifun viðskiptavina okkar sem besta.

Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun til starfa á markaðssviði Hölds.

Starfið felst í áframhaldandi uppbyggingu á tæknilausnum fyrirtækisins, t.d. vefsíðum, smáforritum, bókunarvélum og fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun bókunar- og tæknilausna.
  • Sjálfvirknivæðing vinnuferla.
  • Samstarf við fjölbreytt teymi og viðskiptavini í þróun nýrra lausna.
  • Nýting gervigreindar.
  • Þátttaka í vöruþróun.
  • Fjölbreytt tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla í forritun er æskileg.
  • Góðir samskiptahæfileikar.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi

Bílafríðindi, niðurgreiddur matur, íþróttastyrkur, fræðslustyrkur o.fl.

Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur14. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Tryggvabraut 12, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar