Sérfræðingur í þjónustu hjá InfoMentor
Hjá InfoMentor starfar í dag öflugur hópur fólks við þróun á framúrskarandi hugbúnaði fyrir nemendur, foreldra og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins. Meðal vara sem InfoMentor þróa eru INNA og VALA. InfoMentor er alþjóðlegt fyrirtæki sem er með starfsstöðvar á Íslandi, Svíþjóð og Bretlandi.
Markmið teymisins er að vera leiðandi í þróun á nútímalegum hugbúnaðarlausnum fyrir heimili og skóla á Norðurlöndunum.
Sérfræðingur í þjónustu tekur að sér að þjónusta tengiliði sem eru þá helst stjórnendur sveitarfélaga, framhaldsskóla og leikskóla um land allt sem að nýta sér kerfi Innu og Völu.
Við leitum að þjónustulunduðum einstaklingi sem hefur góða þekkingu sem notandi Innu kerfisins fyrir framhaldsskólann eða Völu kerfunum. Kostur ef viðkomandi hefur tæknilega þekkingu og er tilbúin að leysa einföld tæknileg vandamál.
-
Veitir aðstoð við tengiliði Innu kerfisins fyrir framhaldsskólann í samræmi við þjónustumarkmið InfoMentor
-
Veitir aðstoð við tengiliði Völu kerfanna
-
Leysir tæknilega vandamál eins og við á.
-
Aðstoð við innleiðingu á vörum InfoMentor
-
Tekur þátt í stöðugum umbótum og ferlavinnu og er hluti af þjónustuteymi InfoMentor
-
Ber ábyrgð á skjölun á ferlum og vinnureglum fyrir Völu og Innu ásamt öðrum í þjónustuteyminu.
-
Tekur þátt í notendaráðsfundum
Við leitum að þjónustulunduðum, lausnamiðuðum og sveigjanlegum einstaklingi sem á auðvelt með samstarf og teymisvinnu. Mjög mikill kostur ef viðkomandi þekki Innu kerfið sem notandi og kostur ef viðkomandi hefur tæknilegan bakgrunn og hefur áhuga á að vinna að þróun skólakerfa.
InfoMentor býður upp á:
-
Fjölskylduvænt vinnuumhverfi
-
Heilsustyrkur
-
Hádegismatur frá Maul
-
Fjarvinna samkvæmt samkomulagi
-
Alþjóðlegt starfsumhverfi