Icelandair
Icelandair
Icelandair

Vöruflokkastjóri - miðlæg innkaup

Icelandair er líflegur vinnustaður með starfstöðvar á Íslandi, Evrópu og Norður-Ameríku. Við erum einn stærsti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins en starfsumhverfið er bæði alþjóðlegt og síbreytilegt. Við fljúgum til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, og til áfangastaða innanlands og á Grænlandi.

Fjármálasvið leitar að vöruflokkastjórum til þess að hafa umsjón með innkaupamálum félagsins í samvinnu við starfsmenn og stjórnendur. Þessar stöður tilheyra nýrri deild miðlægra innkaupa og næsti yfirmaður er deildarstjóri miðlægra innkaupa.

Vöruflokkastjóri kemur til með að leiða stefnumótun í innkaupum, greina útgjöld og styðja við stjórnendur í því að ná rekstrarmarkmiðum, viðhalda eða bæta gæði á vöru og þjónustu og styrkja birgjasambönd.

Ábyrgðarsvið:

  • Leiða stefnumótun vöruflokksins og framkvæmd hennar í samvinnu við hagaðila.
  • Stýra útboðsferlum, leiða samningaviðræður og útbúa samninga.
  • Vera lykilaðili innan miðlægra innkaupa með það að markmiði að auka skilvirkni og tryggja fagleg vinnubrögð í innkaupum þvert á svið og deildir.
  • Vera með heildaryfirsýn yfir kostnað við kaup á vörum og þjónustu innan vöruflokksins.
  • Umsjón með vali á birgjum, þróa og styrkja birgjasambönd
  • Áhættustýring og tryggja að innkaup séu í takt við sjálfbærnistefnu félagsins

Hæfni og reynsla:

  • Viðeigandi menntun sem nýtist í starfi.
  • Haldbær reynsla af innkaupum á vörum og/eða þjónustu.
  • Góð hæfni að starfa í teymi og vinna með starfsfólki þvert á svið.
  • Hæfni til þess að leiða breytingar og hugsa í lausnum.

Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast eigi síðar en

22. desember 2024.

Nánari upplýsingar veita:

Chalida Jaidee, Deildarstjóri miðlægra innkaupa, chalidaj@icelandair.is

Guðlaug Ólafsdóttir, People Manager,

gudlaugo@icelandair.is

Auglýsing birt11. desember 2024
Umsóknarfrestur22. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar