Vöruflokkastjóri - miðlæg innkaup
Icelandair er líflegur vinnustaður með starfstöðvar á Íslandi, Evrópu og Norður-Ameríku. Við erum einn stærsti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins en starfsumhverfið er bæði alþjóðlegt og síbreytilegt. Við fljúgum til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, og til áfangastaða innanlands og á Grænlandi.
Fjármálasvið leitar að vöruflokkastjórum til þess að hafa umsjón með innkaupamálum félagsins í samvinnu við starfsmenn og stjórnendur. Þessar stöður tilheyra nýrri deild miðlægra innkaupa og næsti yfirmaður er deildarstjóri miðlægra innkaupa.
Vöruflokkastjóri kemur til með að leiða stefnumótun í innkaupum, greina útgjöld og styðja við stjórnendur í því að ná rekstrarmarkmiðum, viðhalda eða bæta gæði á vöru og þjónustu og styrkja birgjasambönd.
Ábyrgðarsvið:
- Leiða stefnumótun vöruflokksins og framkvæmd hennar í samvinnu við hagaðila.
- Stýra útboðsferlum, leiða samningaviðræður og útbúa samninga.
- Vera lykilaðili innan miðlægra innkaupa með það að markmiði að auka skilvirkni og tryggja fagleg vinnubrögð í innkaupum þvert á svið og deildir.
- Vera með heildaryfirsýn yfir kostnað við kaup á vörum og þjónustu innan vöruflokksins.
- Umsjón með vali á birgjum, þróa og styrkja birgjasambönd
- Áhættustýring og tryggja að innkaup séu í takt við sjálfbærnistefnu félagsins
Hæfni og reynsla:
- Viðeigandi menntun sem nýtist í starfi.
- Haldbær reynsla af innkaupum á vörum og/eða þjónustu.
- Góð hæfni að starfa í teymi og vinna með starfsfólki þvert á svið.
- Hæfni til þess að leiða breytingar og hugsa í lausnum.
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast eigi síðar en
22. desember 2024.
Nánari upplýsingar veita:
Chalida Jaidee, Deildarstjóri miðlægra innkaupa, chalidaj@icelandair.is
Guðlaug Ólafsdóttir, People Manager,