Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Sérfræðingur í launadeild
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili auglýsa eftir sérfræðingi í í launadeild. Um er að ræða framtíðarstarf.
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili leita að öflugum sérfræðingi til starfa í launadeild í framtíðarstarf. Launadeild tilheyrir mannauðssviði frá næstu áramótum. Í launadeild starfa fjórir starfsmenn auk forstöðumanns.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn launavinnsla og skráningar í launa- og mannauðskerfi.
- Rýni og frágangur á gögnum tengdum launavinnslu.
- Umbótastarf og þróunarvinna.
- Leiðbeiningar og ráðgjöf til stjórnenda varðandi launa- og kjaramál.
- Undirbúningur og vinna við launaáætlun.
- Aðkoma að skýrslugerð tengt launa- og kjaramálum.
- Samskipti við stéttarfélög og lífeyrissjóði s.s. varðandi iðgjaldaskil og skilagreinar.
- Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis tengt launamálum.
- Önnur verkefni samkvæmt stafslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun (BA/BS) á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg s.s. launamálum og launavinnslu.
- Þekking og reynsla af launakerfum, tímaskráningar- og vaktakerfi ásamt bakvinnslu.
- Þekking á vaktavinnuumhverfi og kjarasamningum er kostur.
- Áhugi á vinnuskipulagi og vaktaumhverfi er kostur.
- Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót.
- Góð Excel kunnátta, talnalæsi og vinna með áætlanir og útreikninga er mikill kostur.
- Sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Geta til að vinna undir álagi.
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
LaunavinnslaMicrosoft ExcelSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar