Launafulltrúi
Hagstofa Íslands leitar að nákvæmum, metnaðarfullum og áreiðanlegum launafulltrúa á fjármálasvið Hagstofunnar. Starfið felur i sér utanumhald og vinnslu launa stofnunarinnar. Viðkomandi ber ábyrgð á Vinnustund, sér um greiðslu reikninga og innkaup aðfanga.
-
Almenn launavinnsla og skráning í launa- og mannauðskerfi ríkisins
-
Rýni og frágangur á gögnum tengdum launavinnslu
-
Umsjón með vinnustund
-
Almenn gjaldkerastörf
-
Bókun og utanumhald ferða
-
Innkaup aðfanga fyrir stofunina
-
Þróun verkferla og umbótaverkefni
-
Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin af yfirmanni
-
Reynsla af launavinnslu og launamálum nauðsynleg
-
Þekking og reynsla af launakerfum, tímaskráningarkerfum og bakvinnslu
-
Nákvæmni í vinnubrögðum og talnalæsi
-
Sjálfstæði og áreiðanleiki
-
Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót
-
Geta til að vinna undir álagi
-
Þekking og reynsla á ORRA - launakerfi ríkisins er kostur