Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili óska eftir að ráða reynslumikinn einstakling í framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsvið.
Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í að leiða félögin inn í nýja og spennandi tíma ásamt öflugu stjórnendateymi.
Eir, Skjól og Hamrar eru heilbrigðisstofnanir í öldrunarþjónustu sem starfa á grundvelli samfélagslegra sjónarmiða.
Meginstarfsemin er rekstur hjúkrunarheimila en einnig er þar veitt önnur fjölbreytt þjónusta við aldraða eins og endurhæfing, dagþjálfanir og heimastuðningur.
Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs leiðir sviðið auk þess sem sviðið veitir Eir öryggisíbúðum þjónustu. Viðkomandi er einn af lykilstjórnendum, situr í framkvæmdaráði og heyrir beint undir forstjóra. Hann er forstjóra til aðstoðar í allri samningagerð og er hans staðgengill.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála- og rekstrarsviðs.
- Þátttaka í mótun, þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn
- Ábyrgð á undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni rekstrar- og fjárhagsáætlana í samstarfi við forstjóra og stjórnendur.
- Lausafjárstýring.
- Ábyrgð á bókhaldi, greiðslum, reikningagerð og uppgjörum.
- Gerð ársreikninga í samstarfi við forstjóra og endurskoðendur.
- Samskipti við kröfuhafa, skuldunauta, fjármálastofnanir, endurskoðendur og aðra hagaðila.
- Upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda um fjármálastjórnun og áætlanagerð.
- Rekstur og umsjón fasteigna heimilanna.
- Innkaupamál þvert á svið heimilanna.
- Rekstur framleiðslueldhúss.
- Tölvu- og tæknimál.
- Samningagerð.
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem forstjóri felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun (M.Sc.) sem tengist verkefnasviði starfsins.
- Þekking og reynsla af fjármálum, rekstri, samningagerð og áætlanagerð er skilyrði.
- Þekking og reynsla af rekstri hjúkrunarheimila eða sambærilegum stofnunum er kostur.
- Þekking á fjármálahugbúnaði og nýtingu gagna í rekstri er kostur.
- Nákvæm og öguð vinnubrögð.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og leiðtogahæfni.
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (11)
Fjárfestatengill
First Water
FINANCE/HR MANAGER
Pollard Digital Solutions
Rekstrarstjóri
Kæling Víkurafl
Sérfræðingur í launadeild - Tímabundið starf í 1 ár
Hafnarfjarðarbær
Framkvæmdastjóri
Listahátíð í Reykjavík
Financial Controller
Marel
SÉRFRÆÐINGUR Í GREIÐSLUSTÝRINGU
Fjársýslan
Deildarstjóri Öryggisþjónustu
Öryggismiðstöðin
Svæðisstjóri fagaðila - BYKO Akureyri
Byko
Microsoft Dynamics 365 F&O consultant (ráðgjafar)
HSO Iceland
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg