Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs

Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili óska eftir að ráða reynslumikinn einstakling í framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsvið.

Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í að leiða félögin inn í nýja og spennandi tíma ásamt öflugu stjórnendateymi.
Eir, Skjól og Hamrar eru heilbrigðisstofnanir í öldrunarþjónustu sem starfa á grundvelli samfélagslegra sjónarmiða.
Meginstarfsemin er rekstur hjúkrunarheimila en einnig er þar veitt önnur fjölbreytt þjónusta við aldraða eins og endurhæfing, dagþjálfanir og heimastuðningur.
Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs leiðir sviðið auk þess sem sviðið veitir Eir öryggisíbúðum þjónustu. Viðkomandi er einn af lykilstjórnendum, situr í framkvæmdaráði og heyrir beint undir forstjóra. Hann er forstjóra til aðstoðar í allri samningagerð og er hans staðgengill.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála- og rekstrarsviðs.
  • Þátttaka í mótun, þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn
  • Ábyrgð á undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni rekstrar- og fjárhagsáætlana í samstarfi við forstjóra og stjórnendur.
  • Lausafjárstýring.
  • Ábyrgð á bókhaldi, greiðslum, reikningagerð og uppgjörum.
  • Gerð ársreikninga í samstarfi við forstjóra og endurskoðendur.
  • Samskipti við kröfuhafa, skuldunauta, fjármálastofnanir, endurskoðendur og aðra hagaðila.
  • Upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda um fjármálastjórnun og áætlanagerð.
  • Rekstur og umsjón fasteigna heimilanna.
  • Innkaupamál þvert á svið heimilanna.
  • Rekstur framleiðslueldhúss.
  • Tölvu- og tæknimál.
  • Samningagerð.
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem forstjóri felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (M.Sc.) sem tengist verkefnasviði starfsins.
  • Þekking og reynsla af fjármálum, rekstri, samningagerð og áætlanagerð er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af rekstri hjúkrunarheimila eða sambærilegum stofnunum er kostur.
  • Þekking á fjármálahugbúnaði og nýtingu gagna í rekstri er kostur.
  • Nákvæm og öguð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og leiðtogahæfni.
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar