Advania
Advania
Advania

Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála hjá Mannauðslausnum

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi til að leiða sölu- og markaðsmál Mannauðslausna. Markmið Mannauðlausna er að hjálpa vinnuveitendum að auka árangur og ánægju starfsfólks með snjallri nýtingu launa- og mannauðskerfa. Við bjóðum upp á skemmtilegt og krefjandi starfsumhverfi með fjölbreyttum tækifærum.

Teymið

Hjá okkur starfar öflugur hópur sérfræðinga með áratuga reynslu af þróun og ráðgjöf á sviði launa- og mannauðsmála. Okkar lausnir eru H3 launa- og mannauðskerfi, tímaskráningarkerfin Bakvörður og Vinnustund auk Samtals, Flóru, Matráðar og ráðningarkerfi 50skills. Verkefnastjóri sölu og markaðsmála vinnur þétt með ráðgjafateymi mannauðslausna. Í ráðgjafateyminu eru verkefnastjórar sem leiða innleiðingar nýrra viðskiptavina auk þess að byggja upp traust langtímasamband við viðskiptavinum.

Starfssvið

Starfið felur í sér að leiða og verkefnastýra sölu- og markaðsmálum Mannauðslausna, þ.e.

  • Veita ráðgjöf og selja vörur Mannauðslausna sem mæta þörfum viðskiptavina
  • Kortlagning á viðskiptatækifærum í takt við markaðsþróun
  • Skipulag á markaðstengdum viðburðum Mannauðslausna, eins og veffundum og kynningum
  • Undirbúa tilboð, loka samningum og tryggja eftirfylgni
  • Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við nýja og núverandi viðskiptavini
  • Þróa og framfylgja söluferlum í samstarfi við teymið
  • Sinna öðrum tilfallandi tengdum verkefnum

Almennar hæfniskröfur

  • Drifkraftur, frumkvæði og ástríða
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun
  • Gott auga fyrir viðskiptatækifærum
  • Þrautsegja við að fylgja verkefnum til enda

Þekking og reynsla

  • Menntun í viðskiptafræði, markaðsfræði eða sambærileg menntun
  • Reynsla af sölu og markaðsmálum
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Þekking á CRM er kostur
  • Þekking og áhugi á upplýsingatækni
  • Góð færni í samningagerð
  • Góð færni í Excel
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði töluð og skrifuð
  • Reynsla af launa og mannauðsmálum er kostur

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem
áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í
þetta eða annað starf.

Auglýsing birt4. desember 2024
Umsóknarfrestur14. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar