Umhverfis- og framkvæmdasvið - Þjónustufulltrúi
Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni til starfa hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Starfið er fjölbreytt og krefst frumkvæðis, ábyrgðar og faglegra vinnubragða.
Gildi Reykjanesbæjar – virðing, eldmóður og framsækni – skulu endurspeglast í starfi og framkomu viðkomandi.
Um 100% starfshlutfall er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
· Umsjón með erindum til skipulags- og byggingarfulltrúa
· Eftirfylgni og umsjón með stöðuleyfisskyldum lausafjármunum
· Umsjón með ábendingagátt
· Skjalastjórnun
· Samskipti við hönnuði og íbúa
· Almenn skrifstofustörf
· Önnur tilfallandi verkefni á sviði skipulags- og byggingarmála
· Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
· Brennandi áhugi og reynsla af skipulags- og byggingarmálum
· Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
· Kunnátta í skjalavistunar- og landupplýsingakerfum er æskileg
· Góð skipulagsfærni og samskiptahæfni
· Framúrskarandi færni í íslensku, bæði í ræðu og riti
· Dugnaður, sveigjanleiki og áreiðanleiki