Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Forstöðumaður fráveitu

Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni til að gegna starfi forstöðumanns Fráveitu hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og kallar á sjálfstæði, frumkvæði og ábyrgð í vinnubrögðum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Gildi Reykjanesbæjar – virðing, eldmóður og framsækni – skulu endurspeglast í starfi og framkomu viðkomandi.

Um er að ræða 100% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun, eftirlit og umsjón með daglegum rekstri fráveitu Reykjanesbæjar.
  • Þróun framtíðarsýnar fyrir fráveituna.
  • Gerð áætlana og forgangsröðun verkefna.
  • Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka.
  • Önnur verkefni sem falla undir starfssviðið.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði eða sambærilegri grein.
  • Frumkvæði og hæfni til umbótastarfs.
  • Sjálfstæð og metnaðarfull vinnubrögð.
  • Reynsla af fráveitumálum er kostur.
  • Sterk samskipta- og samstarfshæfni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur20. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar