Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Forstöðumaður fráveitu
Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni til að gegna starfi forstöðumanns Fráveitu hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og kallar á sjálfstæði, frumkvæði og ábyrgð í vinnubrögðum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Gildi Reykjanesbæjar – virðing, eldmóður og framsækni – skulu endurspeglast í starfi og framkomu viðkomandi.
Um er að ræða 100% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun, eftirlit og umsjón með daglegum rekstri fráveitu Reykjanesbæjar.
- Þróun framtíðarsýnar fyrir fráveituna.
- Gerð áætlana og forgangsröðun verkefna.
- Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka.
- Önnur verkefni sem falla undir starfssviðið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði eða sambærilegri grein.
- Frumkvæði og hæfni til umbótastarfs.
- Sjálfstæð og metnaðarfull vinnubrögð.
- Reynsla af fráveitumálum er kostur.
- Sterk samskipta- og samstarfshæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur20. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (11)
Verkefnastjóri húseininga
Stólpi Gámar ehf
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála
Reykjanesbær
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna
Norðurorka hf.
Byggingahönnuður - Suðurland
Verkís
Framkvæmdaeftirlit - Reykjanes
Verkís
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Söludrifinn starfsmaður óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf
Verkefnastjóri
Blikkás ehf
Sérfræðingur við landmælingar
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Verk- eða tæknifræðingur við framkvæmdaeftirlit
VSÓ Ráðgjöf ehf.