Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.
Myllubakkaskóli – Kennari á miðstigi (Tímabundin ráðning)
Starfssvið: Umsjónarkennsla á miðstigi.
Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara með þekkingu og reynslu af skólastarfi.
Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og 75 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, heilbrigði, vellíðan og metnað í því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Ráðning er frá 6. janúar - 13. júní 2025. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla í flestum bóklegum greinum á miðstigi.
- Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Reynsla af kennslu í grunnskóla.
- Góð íslenskukunnátta.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
- Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
Auglýsing birt9. desember 2024
Umsóknarfrestur23. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Sólvallagata 6A, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniKennariKennslaMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)
Stærðfræðikennari á unglingastigi óskast
Kársnesskóli
Okkur vantar umsjónarkennara á yngsta stig í Lindaskóla
Lindaskóli
Viltu koma og vinna á skólabókasafni ?
Lindaskóli
Frístundarleiðbeinandi á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Þroskaþjálfi - Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Tímbundið starf í leikskólanum Garðaseli
Leikskólinn Garðasel
Umsjónarkennari á mið- eða unglingastigi í Húnaskóla
Húnabyggð
Stuðningsfulltrúar óskast við Sjálandsskóla
Garðabær
Krakkakot auglýsir eftir einstaklingi til aðstoðar í eldhúsi
Garðabær
Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær
Kennari óskast á miðstig í Snælandsskóla
Snælandsskóli