Snælandsskóli
Snælandsskóli
Snælandsskóli

Kennari óskast á miðstig í Snælandsskóla

Snælandsskóli er heildstæður um 450 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum í gegnum tíðina. Skólinn er Grænfána skóli í samvinnu við Landvernd, skólinn styðst við Olweusaráætlunina gegn einelti og þá er skólinn líka Réttindaskóli Unicef.

Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.

Starfssvið og helstu verkefni

Snælandsskóli óskar eftir almennum kennara á miðstig í 80-100% starf auk þess að sinna umsjónarkennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Grunnskólakennari.

Kennslureynsla og/eða reynsla af starfi með börnum og unglingum er æskileg.

Þolinmæði og framúrskarandi hæfni í samskiptum.

Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.

Áhugi á að vinna með fjölbreytta nemendahópa.

Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans.

Góð færni í íslensku er nauðsynleg.

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðið verður í stöðuna frá áramótum og út skólaárið.

Aðrar upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila inn sakavottorði.

Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningu í starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynjar M. Ólafsson skólastjóri í síma 860-3526 eða netfangið brynjarm@kopavogur.is.

Eingöngu er tekið á móti starfsumsóknum í gegnum alfred.is.

Fríðindi í starfi

Starfsfólk hjá Kópavpgsbæ fær frítt í sundlaugar Kópavogs.

Auglýsing birt10. desember 2024
Umsóknarfrestur23. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Víðigrund
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar